A A A
fimmtudagurinn 17. október 2013

Frćđsluerindi Leiknar

Nú er fræðslu-fjarfundarröð Leiknar hafin.  Búið er að setja upp dagsetningar og tíma, en endanleg  dagskrá er ekki fullfrágengin.  Send verða út fundarboð með tilheyrandi tækniupplýsingum þegar nær dregur. Fyrirkomulag fræðslufundanna verður með þeim hætti að fyrirlesari heldur erindi í u.þ.b. 20 mínútur og svo verða umræður í 10 mínútur.

 

Fjarfundir verða veturinn 2013 - 2014 sem hér segir:

 

 • 15. október frá 09:00 – 09:30.   Ágúst H. Ingþórsson, sviðsstjóri menntunar og menningar hjá Rannís, fjallaði um styrkjaumsóknir og fyrirmyndarverkefni innan Evrópuáætlana og Nordplus, sem geta nýst fullorðinsfræðsluaðilum á Íslandi. Fræðsluerindið má finna hér.

 • 19. nóvember frá 09:00 – 09:30. Geirlaug Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri tilraunaverkefnis um menntun í Norðvesturkjördæmi, fjallaði hún um markmið og framgang verkefnisins.  Fræðsluerindið má finna hér.

 • 4. febrúar frá 09:00 – 09:30 – Arnheiður Gígja hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fjallaði um undírbúningsverkefni í raunfærnimati á almennri starfshæfni.  Fræðsluerindið má finna hér.

 • 4. mars frá 09:00 – 09:30 - Stefanía Guðrún Kristinsdóttir hjá Reykjavíkurborg sagði frá verkefninu Menntun núna sem er tilraunaverkefni menntamálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og aðila vinnumarkaðarins og hefur það að markmiði að auka ráðgjöf og stuðning við menntun í Breiðholti.  Glærur má finna hér.

 • 15. apríl frá 09:00 – 09:30 - Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður stéttarfélags KJALAR- stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, fjalla um starfsmatskerfið SAMSTARF sem finna má í kjarasamningi bæjarstarfsmanna innan aðildarfélaga BSRB og sveitarfélaga. Kerfið byggir á stigvaxandi skilgreiningu á starfshæfni. 

 • 6. maí frá 09:00 – 09:30 - Bettý Kristjánsdóttir fjalla um doktorsverkefnið sitt Raunfærnimat á Íslandi, ávinningurinn fyrir einstaklinga í lífi og starfi.
  Hildur Bettý Kristjánsdóttir er náms - og starfsráðgjafi við SÍMEY.

 • 13. maí frá 09:00 – 09:30 - Hamingjan er hér. Anna Lóa Ólafsdóttir fjallar um hamingjuna.
  Erum við að keppast við að finna hamingjuna þegar hún er kannski beint fyrir framan okkur? Getum við aukið hamingju okkar og þá hvernig?  Hvað einkennir hamingjusamt fólk í lífi og starfi?
  Fjallað er um þessa þætti og fleira í skemmtilegum og fræðandi fyrirlestri um það sem okkur dreymir öll um að upplifa – meiri hamingju!

  Anna Lóa er grunnskólakennari frá KHÍ og náms- og starfsráðgjafi frá HÍ. Hún er með diplóma í sálgæslu frá guðfræðideild og Endurmenntun HÍ. Hún hefur starfað sem ráðgjafi, kennari og fyrirlesari hjá MSS síðan 2006.

fimmtudagurinn 17. október 2013

Vinnuhópur um EQF - NQF

Ráðuneyti mennta- og menningarmála hefur myndað vinnuhóp sem fara á yfir hvernig setja má óformlegt nám inná hæfniþrepin.  Nú í byrjun sumars gafst fullorðinfræðsluaðilum kostur á að koma með athugasemdir við íslenska hæfnirammann.  Því voru athugasemdir Leiknar sendar til ráðuneytis, þar sem m.a. var farið fram á nánari samvinnu og skilgreininar á hæfnirammanum. Í kjölfar þess var myndaður vinnuhópur sem nú er að hefja störf.  Ramminn er of bóknámsmiðaður og ekki nægilega tengdur atvinnulífinu og starfsþróun. Einnig er lagt til að kljúfa fyrsta þrepið í tvennt til að ná yfir þann stóra hóp sem er að læra á því þrepi eða bæta við einu þrepi til viðbótar. Okkar tillaga, eins og margra annarra, er að bæta við einu þrepi og hafa íslenska rammann sambærilegan við þann evrópska. Skoða þarf hvernig fólk færist á milli þrepa, hvernig getur fólk verið á mismunandi þrepum eftir mismunandi hæfnisviðum. Kynningu hefur vantað og samráð við hagsmunaaðila í fullorðinsfræðslu, en nú verður vonandi gerð bragarbót á því.

 

fimmtudagurinn 17. október 2013

Stjórn Leiknar

Stjórn Leiknar hefur skipað með sér verkum.  Ákveðið var að Hulda tæki að sér ritarastarf, Guðrún yrði gjaldkeri,

Eyrún varaformaður, Iðunn meðstjórnandi og Anna Lóa og Smári varamenn sem tækju þátt í

öllum fundum.

ţriđjudagurinn 23. apríl 2013

Fulltrúi Leiknar í vinnuhópi á vegum NVL

Hildur Betty mun vera fulltrúi Leiknar í vinnuhópi á vegum NVL. Vinnuhópurinn mun kynna sér mat á þekkingu og færni sem fólk hefur tileinkað sér í gegnum alþýðufræðslu og þátttöku í frjálsum félagasamtökum eða öðrum sjálfboðaliðastörfum. Fyrsti fundurinn verður haldin í Danmörku 22. og 23. maí.

Í vinnuhópnum eru einnig;

Asta Modig frá Svíðþjóð
Göran Hellmark frá Svíþjóð
Lotta Mannikkö frá Finnlandi
Randi Jenssen frá Danmörku
Marit Sörli frá Noregi

Eldri fćrslur
Vefumsjón