A A A
fimmtudagurinn 25. september 2014

Frćđsluerindi Leiknar

 

Fræðslufundarröð Leiknar fyrir veturinn 2014-2015 er í vinnslu. Búið er að ákveða fundi haustsins og setja niður fundartíma fyrir vorið.   Fyrirkomulag fræðslufundanna verður með sama hætti og áður. Fundirnir hefjast kl. 9. Fyrirlesari heldur erindi í u.þ.b. 20 mínútur og svo verða umræður í 10 mínútur. Fundirnir verða sendir út á netinu . Send verða út fundarboð til aðildarfélaganna með tilheyrandi tækniupplýsingum þegar nær dregur.

 

Fjarfundir verða veturinn 2014 - 2015 sem hér segir:

  • 7. október - Raunfærnimat, nútíð og nánasta framtíð – Haukur Harðarson Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Farið verður yfir hvaða breytingar eru að verða innanlands varðandi nýjar greinar, tölulegar upplýsingar og sagt frá könnun á gengi í skólum eftir raunfærnimat.  Þá verður umfjöllunin einnig tengd við Evrópu og Norðurlöndin.
  • 4. nóvember,,Hlakka til að mæta í skólann á hverjum degi“ – þótt ég sé 36 ára gömul!
     – Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari VMA
  •  2. desemberKynning á þróunarverkefni um eflingu verk- og tæknináms á Norðurlandi  – Erla Björg Guðmundsdóttir, SÍMEY.
  •  20. janúarRaunfærnimat á Íslandi, ávinningurinn fyrir einstaklinga í lífi og starfi – Hildur Betty Kristjánsdóttir í SÍMEY fjallar um doktorsverkefnið sitt.  
  • 3. febrúar Erasmus+. Margét Sverrisdóttir verkefnisstjóri hjá Rannís kynnir Erasmus+ sem er ný mennta- æskulýðs og íþróttaáætlun ESB.  Erasmus+ veitir aðilum sem koma að menntun á öllum skólastigum einstakt tækifæri til að taka þátt í Evrópusamstarfi, efla tengsl við Evrópu og fylgjast með og miðla nýjungum í fræðslustarfi.  Þá mun hún einnig kynna nýja vefgátt EPALE sem er fyrir fagaðila í fullorðinsfræðslu í Evrópu. 
  • 4. mars – Lykilfærni í atvinnulífi á 21. öldinni  Sigríður Hulda Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá SHJráðgjöf mun fjalla um lykilfærni í atvinnulífi á 21. öldinni.  Kynntir eru þeir þverfaglegu færniþættir sem vinnuveitendur telja mikilvægasta þegar þeir ráða starfsmenn í vinnu á 21. öldinni.  Fjallað er um áherslur atvinnurekenda á færniþættina, samspil þeirra og tengingu við starfsánægju, styrkleika og trú á eigin færni. Sjá nánar hér
  • 14. apríl – Auglýst eftir erindi.
  • 6. maí – Auglýst eftir erindi.

 

Þar sem svo margt spennandi er að gerast á okkar starfsvettvangi leitar stjórn LEIKNAR  til allra sem sinna fullorðinsfræðslu um að vera með fjarfundarerindi. Sendið póst á betty@simey.is ef þið hafið áhuga á að vera með erindi. Fyrstir koma, fyrstir fá. 

 

fimmtudagurinn 17. október 2013

Vinnuhópur um EQF - NQF

Ráðuneyti mennta- og menningarmála hefur myndað vinnuhóp sem fara á yfir hvernig setja má óformlegt nám inná hæfniþrepin.  Nú í byrjun sumars gafst fullorðinfræðsluaðilum kostur á að koma með athugasemdir við íslenska hæfnirammann.  Því voru athugasemdir Leiknar sendar til ráðuneytis, þar sem m.a. var farið fram á nánari samvinnu og skilgreininar á hæfnirammanum. Í kjölfar þess var myndaður vinnuhópur sem nú er að hefja störf.  Ramminn er of bóknámsmiðaður og ekki nægilega tengdur atvinnulífinu og starfsþróun. Einnig er lagt til að kljúfa fyrsta þrepið í tvennt til að ná yfir þann stóra hóp sem er að læra á því þrepi eða bæta við einu þrepi til viðbótar. Okkar tillaga, eins og margra annarra, er að bæta við einu þrepi og hafa íslenska rammann sambærilegan við þann evrópska. Skoða þarf hvernig fólk færist á milli þrepa, hvernig getur fólk verið á mismunandi þrepum eftir mismunandi hæfnisviðum. Kynningu hefur vantað og samráð við hagsmunaaðila í fullorðinsfræðslu, en nú verður vonandi gerð bragarbót á því.

 

fimmtudagurinn 17. október 2013

Stjórn Leiknar

Stjórn Leiknar hefur skipað með sér verkum.  Ákveðið var að Hulda tæki að sér ritarastarf, Guðrún yrði gjaldkeri,

Eyrún varaformaður, Iðunn meðstjórnandi og Anna Lóa og Smári varamenn sem tækju þátt í

öllum fundum.

ţriđjudagurinn 23. apríl 2013

Fulltrúi Leiknar í vinnuhópi á vegum NVL

Hildur Betty mun vera fulltrúi Leiknar í vinnuhópi á vegum NVL. Vinnuhópurinn mun kynna sér mat á þekkingu og færni sem fólk hefur tileinkað sér í gegnum alþýðufræðslu og þátttöku í frjálsum félagasamtökum eða öðrum sjálfboðaliðastörfum. Fyrsti fundurinn verður haldin í Danmörku 22. og 23. maí.

Í vinnuhópnum eru einnig;

Asta Modig frá Svíðþjóð
Göran Hellmark frá Svíþjóð
Lotta Mannikkö frá Finnlandi
Randi Jenssen frá Danmörku
Marit Sörli frá Noregi

Eldri fćrslur
Vefumsjón